með áherslu á fylgni við persónuverndarlög
Við sérhæfum okkur í uppsetningu, forritun og hýsingu á snjallvefjum í WordPress kerfinu, en það er auðvelt í notkun og býður upp á mikinn sveigjanleika. Kerfið nýtur trausts hjá Google og er því góður kostur þegar kemur að leitarvélabestun.
Það er mikilvægt að vefsíðurekendur átti sig á því að fylgni við persónuverndarlög og önnur gildandi lög er skylda en ekki val og á það einnig við um rekstur vefsvæða. Við leggjum því áherslu á það í hönnunarferlinu að aðstoða félög og fyrirtæki við að uppfylla þær skyldur sem gildandi lög kveða á um hverju sinni.
Við höfum sett upp yfir 1000 vefi af öllum stærðum og gerðum fyrir íslensk og erlend félög og fyrirtæki s.s. innri vefi, fyrirtækjavefi, félagavefi, verslunarvefi, skólavefi, bæjarvefi, fréttavefi og uppskriftavefi svo fátt eitt sé nefnt.
Hafðu endilega samband og við hjálpum þér að finna réttu lausnina.