Um Tónaflóð

Traust, þekking og reynsla

TÓNAFLÓÐ var upphaflega sett á laggirnar í tengslum við útgáfu á lögum og textum eftir Selmu Hrönn Maríudóttur og hefur einnig gefið út barnabækur eftir hana í bókaflokknum Grallarasögur. Vefsíðugerðin hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1996 og er fyrirtækið með elstu veffyrirtækjum landsins.

Selma leiðir starfsemi félagsins. Hún er lögfræðingur og rafeindavirki að mennt og hefur einnig stundað nám í kerfisfræði og forritun auk þess að sitja fjölda námskeiða á sviði netöryggis. Selma hefur starfað á sviði upplýsingatækni í áraraðir, meðal annars í tölvugeiranum sem rafeindavirki, en lengst af á sviði veflausna. Selma skrifaði meistararitgerð sína í lögfræði á sviði persónuverndarréttar. Meginviðfangsefni hennar snýr að löggjöf um persónuvernd og netöryggi og fjallar hún um ábyrgð og skyldur lögaðila og stjórnenda við rekstur stofnana- og fyrirtækjavefja í því samhengi.

Samhliða nýjum vef sem félagið opnaði í ágúst 2024 voru gerðar áherslubreytingar og kynnir Tónaflóð nú þjónustu sína undir heitinu WP lausnir, en WP er skammstöfun fyrir WordPress vefumsjónarkerfið sem félagið byggir þjónustu sína í kringum. Einnig leggur félagið nú áherslu á fylgni við persónuverndarlög og önnur gildandi lög í hönnunarferlinu, enda ber vefsíðurekandi ýmsar lagalegar skyldur.

Félagið hefur ávallt haft að markmiði að bjóða vandaða vöru og þjónustu á góðu verði og er viðskiptamannahópurinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Fyrirtækið hannar, viðheldur og smíðar vefsíður af öllum stærðum og gerðum. Viðskiptavinir skipta hundruðum og verkefnin eru stór og smá.

Ferilskrá Selmu

2024 - Meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst

2022 - B.Sc. í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst

2018 - Stúdentspróf frá Tækniskólanum

2000 - Kerfisfræði og forritun NTV

1999 - Sveinspróf í rafeindavirkjun

1996 - Rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík

Sjálfstætt starfandi á sviði veflausna frá 1996

Rafeindavirki hjá Ríkisútvarpinu 2003 - 2004

Vefstjóri Ríkisútvarpsins 2000 - 2003

Rafeindavirki hjá Nýherja 1997 - 2000

Rafeindavirki hjá Miðbæjarradíó 1995 - 1997

Í stjórn Justitia, félags laganema við Háskólann á Bifröst 2022 - 2024

Meðlimur í Lögfræðingafélagi Íslands

Meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands

Meðlimur í STEFi, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar

Meðlimur í ASCAP, samtökum lagahöfunda og höfundarréttarhafa í Bandaríkjunum